Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Bessason

(16. öld)

Sýslumaður að Hofi á Höfðaströnd,

Foreldrar: Bessi Þorláksson að Lundarbrekku (Þorsteinssonar að Myrká, Höskuldssonar að Núpufelli, Runólfssonar, Sturlusonar, SD.) og kona 6 hans Halldóra Þorbergsdóttir.

Er orðinn sýslumaður í Vaðlaþingi 1549, er það enn 1556.

Mun síðar hafa fengið Hegranesþing.

Kona 1 (ónefnd). Dóttir þeirra: Halldóra átti síra Jón Sigurðsson að Laufási.

Kona 2: Helga Sigurðardóttir sýslumanns, Finnbogasonar.

Börn þeirra: Sigurður lögréttumaður, Ísleifur, Ísleifur yngri lögréttumaður, Þorbjörg átti Grím Jónsson á Reynistað, Þuríður átti Ásmund launson Þorsteins Guðmundssonar á Grund (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.