Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergar Þorleifsson

(18. júní 1890–23. apríl 1939)

Bóndi.

Foreldrar: Þorleifur alþm. Jónsson að Hólum í Hornafirði og kona hans Sigurborg Sigurðardóttir í Krossbæ sst., Þórarinssonar. Stundaði nám í Flensborgarskóla og gagnfræðaskóla Akureyrar. Varð ráðsmaður hjá föður sínum 1910, en tók við búi að Hólum 1930 og bjó þar til æviloka.

Tók snemma þátt í félagsmálum innanhéraðs og gegndi þar trúnaðarstörfum ýmsum. Var þm. A.-Skaftf. 1933–9. Ókv. og bl. (Alþingistíð. 1939; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.