Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þiðrik Þorsteinsson

(26. sept. 1835–22. okt. 1927)

Bóndi.

Foreldrar: Þorsteinn Þiðriksson að Hurðarbaki í Reykholtsdal og kona hans Steinunn Ásmundsdóttir, Jörgenssonar Klingenbergs. Bjó að Háafelli í Hvítársíðu 1870–1922, en dvaldist eftir það að Hurðarbaki. Afburðamaður til allra verka, hnittinn og meinyrtur, en rausnarmaður. Gengu af honum ýmsar sögur.

Kona (1870): Þuríður (d. 1899) Jónsdóttir frá Deildartungu (Jónssonar), ekkja Sigurðar Guðmundssonar að Háafelli; þau bl. (Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.