Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Úlfljótur

(9. og 10. öld)

Lögsögumaður, Móðir: Þóra Ketilsdóttir Hörðakára, Áslákssonar. Bjó í Bæ í Lóni. Var í Noregi og setti með Þorleifi spaka, móðurbróður sínum, Úlfljótslög, fyrstu lög Íslendinga; var með ráði hans sett alþingi. Sumir telja Úlfljót lögsögumann 927–9.

Sonur hans: Gunnar í Djúpadal í Eyjafirði, og átti hann Þóru dóttur Helga magra Eyvindssonar (Íslb.; Landn.; Isl. Ann.; Safn II; SD. Lögsm.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.