Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Óttar svarti

(10. og 11. öld)

Um ætt hans vita menn það, að hann var systursonur Sighvats skálds Þórðarsonar. Var með Ólafi konungi sænska, síðan Ólafi konungi helga og varð hirðmaður hans, með þeim atburðum, að konungur lét varpa honum í myrkvastofu fyrir mansöngsdrápu, er hann hafði orkt um Ástríði Ólafsdóttur sænska, þá drottningu Ólafs helga, en hann breytti og bætti um, að ráðum Sighvats, flutti síðan fyrir konungi og jafnframt annað kvæði um konung sjálfan. Síðast var hann með Knúti konungi ríka. Eftir hann er nú einungis varðveitt Ólafsdrápa sænska (brot), Höfuðlausn (flutt fyrir Ólafi helga), og brot úr Knútsdrápu ríka (Heimskr.; Knytl.; Sn.-E. AM.; Flat.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.