Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Óttar Guðmundsson

(17. öld)

Skáld. Bróðir Jóns skálds Guðmundssonar í Rauðseyjum. Bjó á Hellu á Snæfellsnesi. Eftir hann eru sennilega rímur af Vilhjálmi sjóð (í Lbs.), og fleiri rímur eru honum eignaðar.

Kona: Sigríður Jónsdóttir, Sighvatssonar (sumir segja Sigríði vera Jónsdóttur prests að Þæfusteini, Jónssonar).

Börn þeirra: Elín átti Jón Oddsson, Jón, Guðrún átti Þórð Jónsson í Klettsvík, Ketill (JH. Prest.; BB. Sýsl.; EBj. Frmt.; ÓlSn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.