Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Óli Halldórsson

(1855–15. apríl 1928)

Hreppstjóri.

Foreldrar: Halldór Jónsson að Eyvindará og kona hans Anna Óladóttir frá Útnyrðingsstöðum.

Bjó fyrst að Dalhúsum og Miðhúsum í Eiðaþinghá, en að Höfða á Völlum frá 1890–1919, er hann lét af búskap vegna heilsubilunar. Atorkumaður mikill, enda efnaðist vel. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona 1: Guðný Benediktsdóttir frá Dalhúsum. Af börnum þeirra komst upp: Anna átti Sigurð Ólafsson frá Mjóanesi, voru í Reyðarfirði.

Kona 2: Herborg Guðmundsdóttir frá Staffelli í Fellum.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðmundur í Seyðisfirði, Guðný átti Metúsalem búnaðarmálastjóra Stefánsson, Hólmfríður átti H. E. Schmidt bankafulltrúa í Útvegsbankanum í Rv., Elín Geira (Óðinn XXVII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.