Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Óli (Steinbach) Stefánsson

(12. dec. 1868–16. maí 1935)

Tannlæknir.

Foreldrar: Stefán 94 borgari Jónsson Daníelsen í Grundarfirði og kona hans Jakobína Árnadóttir sýslumanns í Snæfellsnessýslu, Þorsteinssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1883, stúdent 1889, með 2. eink. (76 st.). Stundaði hagfræðanám í háskólanum í Kh. og lauk þar prófi í heimspeki. Var síðan í Vesturheimi 1896–8. En lagði síðan stund á tannlækningar í Kh., en tók ekki próf. Vann að tannlækningum fyrst á Akureyri, síðan á Ísafirði frá 1908 til æviloka.

Kona (1914): Guðríður Benediktsdóttir.

Sonur þeirra: Baldur. Launsonur hans: Kjartan loftskeytamaður í Rv. (Skýrslur; BB. Sýsl.; Vesturland 1935).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.