Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafía Jóhannsdóttir

(22. okt. 1868–20. júní 1924)

Rithöfundur.

Foreldrar: Síra Jóhann Knútur Benediktsson og kona hans Ragnheiður Sveinsdóttir prests á Mýrum í Álptaveri, Benediktssonar. Lauk prófi 4. bekkjar í Reykjavíkurskóla 1890. Tók mikinn þátt í kvenréttinda-, bindindis- og líknarmálum og gekkst fyrir stofnunum í því skyni, lengstum í Osló. Ritstj. Æskunnar 1899, meðritstj. Framsóknar 1899–1901. Rit: Daglegt ljós, Rv. 1908; De Ulykkeligste, Fredriksstad 1921, einnig á ensku og ísl: Aumastar allra, Ak. 1923. Frá myrkri til ljóss, Ak. 1925. Enn fremur greinir í tímaritum og blöðum. Óg. og bl. (Rit hennar: Frá myrkri til ljóss; M. Devold: De Ulykkeliges venn, Osló 1930; Í skóla trúarinnar, Rv. 1927 (minningarrit); Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.