Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þórðarson, hvítaskáld

(– – 1259)

Lögsögumaður 1248–50 og 1252. Launsonur Þórðar Sturlusonar á Stað á Ölduhrygg með Þóru (Jónsdóttur, Grundar-Ketilssonar?, SD.).

Bjó í Hvammi í Hvammssveit, að Borg á Mýrum, síðast í Stafholti. Eftir hann er varðveitt: Brot úr kvæði um Hákon konung, Hrynhent kvæði, brot úr Arnardrápu og úr kvæði um Tómas Becket, 2 lausavísur.

Eftir hann er og varðveitt stórmerkt rit um málfræði og málskrúðsfræði, að nokkru dregið út úr ritum latn. höf., útg. Kh. 1927, af Vidensk. Selsk. (Tsl. Ann.; Safn IT; Sturl.; Hákonars.; Bps. bmf. I; S.-E. AM.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.