Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þórðarson

(um 1710 – 25. okt. 1784)

. Bóndi. Foreldrar: Þórður Ólafsson á Kjörseyri í Hrútafirði og kona hans Guðrún Hallkelsdóttir. Bjó á Kjörseyri í 50 ár, til æviloka.

Mikill umbótamaður í búskap á þeirri tíð. Lét hlaða túngarð, 440 faðma, veitti vatni úr túni, sléttaði fjórða hluta þess og tvöfaldaði töðufallið. Hlaut fyrir þetta og fleira verðlaun frá landbúnaðarfélagi Dana 1782.

Kona: Ingibjörg (f. um 1715) Magnúsdóttir á Fjarðarhorni í Hrútafirði, Tómassonar: Synir þeirra: Eiríkur prestur á Staðarbakka, Gísli á Kjörseyri (FJ. Þjóðh.; Lærdómslistafélagsrit).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.