Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þórðarson

(20. ágúst 1829–29. apríl 1898)

Hreppstjóri:

Foreldrar: Þórður Jónsson að Húsum í Holtum og kona hans Helga Jónsdóttir. Bjó í Sumarliðabæ 1861–96, andaðist í Rv. Iðjumaður mikill og umbótamaður, enda fekk verðlaun úr sjóði Kristjáns níunda, smiður góður, áhugasamur um sveitarmál, enda gegndi ýmsum trúnaðarstörfum og skrifaði talsvert í sum Reykjavíkurblöð.

Kona (17. júlí 1862): Guðlaug (f. 22. sept. 1839, d. 13. mars 1920) Þórðardóttir í Sumarliðabæ, Jónssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þórður sjómaður (drukknaði 1892), Gunnar kaupm. í Vestmannaeyjum, Sigurður sjómaður (rotaðist á sjó 1901), Jón bankastjóri í Rv., Bogi yfirkennari í Rv., Kristín Ólavía átti Jónas Jónsson í Sólheimatungu, Guðrún átti Þórð Tómasson að Hóli í Landeyjum, Helga átti Þorstein kaupmann Þorsteinsson í Rv., Kristín átti Þórarin Bjarnason í Rauðanesi, Guðlaug átti Jón Jónsson í Árbæ í Holtum, Ágústa d. óg. (Óðinn XXII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.