Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þórarinsson

(1703– ág. 1742)

Prestur.

Foreldrar: Þórarinn bóndi Ólafsson að Bægisá syðri og Hraunshöfða í Öxnadal og kona hans Helga Jónsdóttir á Steinsstöðum, Einarssonar. Lærði í Hólaskóla, fekk Grímsey 10. maí 1727, vígðist 31. s.m., átti barn með konuefni sínu 21. júní 1732, var því dæmdur frá Grímseyjarkalli, en ekki prestskap, 13. okt. 1733, millibilsprestur í Mývatnsþingum á annað ár (1734–5), fekk Eyjadalsá 15. ágúst 1735 og hélt til æviloka.

Kona (27. júlí 1733, konungsleyfi vegna tvímenningsfrændsemi 27. apríl 1731): Valgerður (d. 1767, 62 ára) Halldórsdóttir prests að Bægisá, Þorlákssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Guðríður átti Jón Jónsson á Hafsstöðum, Þórarinn, Helga átti Einar Engilbertsson (voru syðra), Jón fór utan til handiðnanáms, Halldór (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.