Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorvarðsson

(um 1652–29. sept. 1721)

Prestur. Foreldrar: Síra Þorvarður Ólafsson á Breiðabólstað í Vesturhópi og kona hans Valgerður Ísleifsdóttir í Saurbæ á Kjalarnesi, Eyjólfssonar. Lærði í Hólaskóla, fekk 5. júní 1674 meðmælabréf Gísla byskups Þorlákssonar til háskólans í Kh., en hefir horfið frá að fara utan. Hefir vígzt aðstoðarprestur föður síns eigi síðar en 1680, fekk prestakallið 1685, við uppgjöf hans, og hélt til æviloka.

Var talinn ekki búmaður sem faðir hans, en forspár. Hann átti nokkurt þras um eignir og ítök Breiðabólstaðarkirkju.

Kona (1681, kaupmáli 10. okt. 1680). Anna digra (f. í nóv. 1650, d. 28. apr. 1722) Jónsdóttir prests og skálds að Vatnsfirði, Arasonar. Af börnum þeirra komst upp: Gísli að Hofi í Vatnsdal, Kristín óg. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.