Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorsteinsson, feilan

(9. og 10. öld)

Mun hafa búið í Hvammi í Hvammssveit.

Foreldrar: Þorsteinn rauður Ólafsson (konungs hvíta) og kona hans Þuríður (systir Helga magra) Eyvindsdóttir austmanns.

Kona Ólafs feilan: Álfdís bareyska Konalsdóttir, Steinmóðsdóttir, Ölvissonar barnakarls.

Börn þeirra: Þórður gellir, Þóra átti Þorstein þorskabít Þórólfsson Mostrarskeggs, Ingjaldur, Grani, Vigdís, Helga átti Gunnar Hlífarson (Rauðsson), Þórdís átti Þórarin (Ragabróður) lögsögumann Ólafsson hjalta (Landn.; Laxd.). 5 Ólafur Þorsteinsson (18. og 19. öld). Skáld. Ætt ókunn. Bjó að Tjörn í Nesjum. Í Lbs. eru eftir hann rímur af Villifer frækna (í Lbs. 375, fol., eignaðar alnafna hans, sem talinn er þar í Héðinsfirði og Siglunesi) (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.