Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorsteinsson „helmingur“

(– – 1379)
. Bróðir Solveigar í Vatnsfirði, konu Bjarnar Jórsalafara Einarssonar (Dipl. Isl. V, 608). „Bóndi“, líklega á Stórólfshvoli. Selur Fellsmúla í Rangárþingi 1375 fyrir Höfðabrekku og Kerlingardal; drukknar 1379 (Lögmannsannáll) eða 1380 (Flateyjarannáll). Foreldrar: Þorsteinn Þórðarson (Kolbeinssonar Auðkýlings) og ónefnd dóttir Ólafs hirðstjóra? Bjarnarsonar (leiðrétting frá eldri ættfærslum). Kona Ólafs: Ragnheiður (Hallsdóttir?). Synir: Hallur, Þorsteinn lögmaður og hirðstjóri (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.