Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorsteinsson

(8. ágúst 1888–25. nóv. 1918)

Verzlunarstjóri.

Foreldrar: Þorsteinn Eiríksson í Neðra Nesi í Stafholtstungum og kona hans Þórdís Þorbjarnardóttir að Helgavatni, Sigurðssonar. Stundaði sjómennsku og þess í milli skriftir og bókhald. Var verzlunarstjóri í Sandgerði frá 1915 til æviloka. Talinn hæfileikamaður. Ókv. og bl. (Óðinn XV). 92 Ólafur Þorvaldsson (21. sept. 1806–14. jan. 1878).

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorvaldur skáld Böðvarsson í Holti og þriðja kona hans Kristín Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar, F. á Reynivöllum. Var í fyrstu fráhverfur námi og hafði allan hug á smíðum. Nam skólalærdóm hjá föður sínum, stúdent utanskóla úr Bessastaðaskóla 12. júlí 1834, með meðalvitnisburði. Vígðist 21. sept. 1834 aðstoðarprestur síra Daníels Jónssonar í Miðdalaþingum, bjó að Skörðum, var þar millibilsprestur eftir lát hans, til 1843, og eftir lát næsta prests.

Fekk Saurbæjarþing 7. ág. 1843, fluttist þangað 1844, bjó í Tjaldanesi, fekk Hofstaðaþing 24. nóv. 1846, í skiptum við síra Jón Halldórsson, fluttist þangað vorið 1847 og bjó á Hjaltastöðum, en er því prestakalli var skipt upp, 1861, og slegið saman við Hóla og Viðvík, fluttist hann að Viðvík og hélt prestakallið til æviloka. Var smiður mikill, söngmaður, vel látinn.

Kona (21. sept. 1834): Sigríður (f. 22. ág. 1808, d. 20. febr. 1889) Magnúsdóttir á Leirum undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Daníel söðlasmiður í Framnesi, Vigdís átti Magnús trésmið Árnason í Rv., Sigurður (Jón Sigurður) læknir í Skaftafellssýslu (Lbs. 48, fol.; Vitæ ord. 1934; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.