Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorsteinsson

(1. maí 1884–2. sept. 1923)

Verkfræðingur.

Foreldrar: Þorsteinn verzlm. Þorgilsson á Eyrarbakka og kona hans Þórunn Ólafsdóttir að Grjótá í Fljótshlíð, Ólafssonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1898; stúdent 1904, með 1. eink. (101 st.).

Tók próf í verkfræðahásk. í Kh. 1914, með 3. einkunn. Vann um tíma fyrir og eftir í Danmörku að landmælingum o. fl.

Vann að uppdrætti Rv. frá 1915 til æviloka. Var mjög hneigður til heimspeki.

Kona: Jóna Sigurjónsdóttir barnakennara á Brunnastöðum, Jónssonar.

Sonur þeirra: Sigurður verkfr. (Tímar. Verkfr.fél. Ísl., 8. árg.; Br7.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.