Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorláksson

(um 1693–25. júní 1756)

Prestur.

Foreldrar: Þorlákur silfursmiður og hreppstjóri Grímsson í Viðvík og kona hans Guðlaug Gunnarsdóttir að Miklahóli, Björnssonar. Tekinn í Hólaskóla 1709, stúdent 1715, vígðist 29. ágúst 1717 að Eyjadalsá, fekk Munkaþverárklaustursprestakall 14. ág. 1734, bjó að Laugalandi, en í apríl eða maí 1743 fekk hann Mývatnsþing, bjó að Syðri Neslöndum, varð að láta af prestskap vegna heilsuleysis 1752, andaðist á Brettingsstöðum. Í skýrslum Harboes er hann talinn fáfróður.

Kona (7. júlí 1726): Sigríður (f, 1703, enn á lífi 1783) Kristjánsdóttir prests í Sauðanesi, Bessasonar.

Börn þeirra: Kristján átti barn við Jórunni, dóttur síra Þorleifs Skaftasonar að Múla, fór utan og kom eigi aftur, Bessi stúdent, Guðlaug óg. og bl., Járnbrá átti Ólaf Snorrason að Hóli í Kinn; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.