Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorláksson

(um 1673–1704)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Þorlákur Halldórsson að Auðkúlu og kona hans Þórdís Illugadóttir Hólaráðsmanns, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, stúdent um 1694, var síðan í þjónustu Lárusar lögmanns Gottrups, en frá 1697 ráðsmaður í Bólstaðarhlíð og kenndi þar einnig börnum, fekk 19. janúar 1704 vonarbréf fyrir Mel, en andaðist s. á., ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.