Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorláksson

(sept. 1663–17. apr. 1728)

Lögréttumaður, stúdent.

Foreldrar: Síra Þorlákur Ólafsson í Miklabæ og kona hans Steinunn Jónsdóttir í Héraðsdal, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla og varð stúdent, bjó í Héraðsdal, varð lögréttumaður 1707.

Kona 1: Guðrún Ólafsdóttir í Djúpa Dal, Eiríkssonar.

Sonur þeirra: Þorlákur á Illugastöðum í Fljótum.

Kona 2 (1708). Ingibjörg (f. 1686, d. 1763) Skaftadóttir lögsagnara, 90 Jósepssonar á Þorleiksstöðum.

Börn þeirra: Jón (hálfviti), síra Jósep að Eyjadalsá, Gunnlaugur lögréttumaður í Héraðsdal, Steinunn átti síra Jón Sveinsson í Goðdölum. Ingibjörg ekkja Ólafs átti síðar (1730) Jón Eggertsson á Steinsstöðum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.