Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorleifsson, tóni eldri

(– – 1393)

Bóndi að Staðarhóli.

Foreldrar: Þorleifur Svartsson að Reykhólum og kona hans Katrín Filippusdóttir í Haga, Loptssonar í Bæ, Gíslasonar sst., Markússonar.

Í gömlum hégiljusögnum getur hans allmjög að fjölkynngi. Bjó að Staðarhóli. Drukknaði í Steinólfsdalsá.

Kona: Þorbjörg Ormsdóttir lögmanns að Skarði, Snorrasonar, Dóttir þeirra: Guðrún átti Geirmund Herjólfsson að Hvoli í Saurbæ (BB. Ólafur Þorleifsson 1696).

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorleifur Bjarnason á Söndum og kona hans Herdís Bjarnadóttir að Brjánslæk, Björnssonar. Vígðist 1647 aðstoðarprestur föður síns, þjónaði „Söndum eftir lát föður síns (1664). en fekk ekki veiting fyrir þeim fyrr en á alþingi 1668 og hélt til æviloka. Ókv. og bl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.