Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Þorleifsson

(20. sept. 1781–17. júní 1866)

Prestur.

Foreldrar: Þorleifur Jónsson í Siglunesi og kona hans Ólöf Ólafsdóttir að Brekku í Fljótum, Péturssonar. Fór á 7. ári í fóstur til síra Erlends Jónssonar að Hrafnagili, en á 10. ári aftur til foreldra sinna, tekinn í Hólaskóla 1795, stúdent 20. maí 1802, með góðum vitnisburði, vígðist 8. mars 1807 að-stoðarprestur síra Jóns Oddssonar að Kvíabekk, fekk prestakallið 10. dec. 1808, við uppgjöf hans, fekk Höfða 2. okt. 1839 og hélt til æviloka. Vel gefinn maður, merkisprestur (líkræða er til eftir hann í Lbs.), hraustmenni að burðum, skipasmiður og hagleiksmaður mikill)

Kona 1 (1803): Jarþrúður (dó af barnsförum 7. okt. 1804) Jónsdóttir, Ólafssonar.

Sonur þeirra er nefndur Þorleifur (talinn á lífi 1866).

Kona 2 (1807): Katrín (d. 2. mars 1838, á 60. ári) Gunnarsdóttir prests að Laufási, Hallgrímssonar. Af börnum þeirra komst upp: Síra Gunnar að Höfða.

Kona 3 (12. sept. 1838): Guðrún Jónasdóttir prests í Reykholti, Jónssonar; þau bl. (Vitæ ord.; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.