Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Ólafsson (Olavsen)
(25, dec, 1753–20. jan. 1832)
Lektor.
Foreldrar: Ólafur Jónsson á Frostastöðum og kona hans Kristín Björnsdóttir prests í Hofstaðaþingum, Skúlasonar.
Tekinn í Hólaskóla 1767, stúdent 1773, varð síðan skrifari hjá Ólafi amtmanni Stefánssyni, fór utan 1777, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 31. dec. s.á., með 1. einkunn, tók próf í heimspeki 1778, með 1. einkunn, en lögfræðapróf 20. ág. 1782, með 1. einkunn.
Jafnframt hafði hann stundað nám í listaháskólanum og fengið 2 heiðurspeninga úr silfri fyrir teikningar í húsagerð, Varð 2. febr. 1784 kennari í teikningu og lektor í stærðfræði í námuskólanum að Kongsbergi í Noregi, 28. febr. 1787 einnig kennari þar í lögfræði, hlaut prófessorsnafnbót 4. júlí 1794, varð 17. júní 1803 ásamt lektorsstarfi sínu einnig uppboðshaldari að Kongsbergi, fekk lausn frá því embætti 1822 (skólinn var lagður niður 1814), andaðist í Kristjaníu. Hann var stórþingsmaður frá Kongsbergi 1818, færði þá konungi (Karli Jóhanni) heillaóskakvæði á latÍnu, sem snúið hafði verið á frakknesku, varð þá r. af Vasaorðu og fekk gulldósir að gjöf frá konungi. Hann var aðalstofnandi lærdómslistafélagsins 1779, var féhirðir í því, pr. ritSerðir í ritum þess: Um lagvað 69 (1. b.), Um fuglaveiðina við Drangey (3. b.) (sú ritgerð var að boði konungs pr. á dönsku sérstaklega, Kh. 1784), Um laxveiðina við Hellufoss (6. b.), Um nokkurar límtegundir (6. b.), Um ljádengslu (10. b.), Um pottöskusuðu (11. b.), Um matartilbúning (12. b.). Skýrslur og álitsgerð eftir hann eru í „Iris“ 1792 og Thaarups Materialer, Minnismerki Jóns Eiríkssonar var dregið upp af honum (sjá J. H. Bárens: Erichsens Gravminde, Kh. 1794). Auk listfengi sinnar í höndum var hann og skáldmæltur, einkum latínuskáld, og er sumt af því pr. (sjá Halvorsen: Norsk Forfatterlexikon), en sumt ópr. Í sendibréfum hans, sem varðveitt eru í Lbs. Tillögur eru frá honum í handritum um skólamál; virðist (með Sveini Pálssyni) hafa átt þátt í að semja ævisögu Jóns Eiríkssonar, Kh. 1828.
Kona 1 (1784): Anna Kristine Jacobsen (d. 1793).
Kona 2: Birgitta Margr. Willemann (d. 10. febr. 1827, 42 ára); þau áttu 2 sonu og 2 dætur (Tímar. bmf. III; Matthías Þórðarson: Ísl. listamenn II, Rv. 1925; HÞ.).
Lektor.
Foreldrar: Ólafur Jónsson á Frostastöðum og kona hans Kristín Björnsdóttir prests í Hofstaðaþingum, Skúlasonar.
Tekinn í Hólaskóla 1767, stúdent 1773, varð síðan skrifari hjá Ólafi amtmanni Stefánssyni, fór utan 1777, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 31. dec. s.á., með 1. einkunn, tók próf í heimspeki 1778, með 1. einkunn, en lögfræðapróf 20. ág. 1782, með 1. einkunn.
Jafnframt hafði hann stundað nám í listaháskólanum og fengið 2 heiðurspeninga úr silfri fyrir teikningar í húsagerð, Varð 2. febr. 1784 kennari í teikningu og lektor í stærðfræði í námuskólanum að Kongsbergi í Noregi, 28. febr. 1787 einnig kennari þar í lögfræði, hlaut prófessorsnafnbót 4. júlí 1794, varð 17. júní 1803 ásamt lektorsstarfi sínu einnig uppboðshaldari að Kongsbergi, fekk lausn frá því embætti 1822 (skólinn var lagður niður 1814), andaðist í Kristjaníu. Hann var stórþingsmaður frá Kongsbergi 1818, færði þá konungi (Karli Jóhanni) heillaóskakvæði á latÍnu, sem snúið hafði verið á frakknesku, varð þá r. af Vasaorðu og fekk gulldósir að gjöf frá konungi. Hann var aðalstofnandi lærdómslistafélagsins 1779, var féhirðir í því, pr. ritSerðir í ritum þess: Um lagvað 69 (1. b.), Um fuglaveiðina við Drangey (3. b.) (sú ritgerð var að boði konungs pr. á dönsku sérstaklega, Kh. 1784), Um laxveiðina við Hellufoss (6. b.), Um nokkurar límtegundir (6. b.), Um ljádengslu (10. b.), Um pottöskusuðu (11. b.), Um matartilbúning (12. b.). Skýrslur og álitsgerð eftir hann eru í „Iris“ 1792 og Thaarups Materialer, Minnismerki Jóns Eiríkssonar var dregið upp af honum (sjá J. H. Bárens: Erichsens Gravminde, Kh. 1794). Auk listfengi sinnar í höndum var hann og skáldmæltur, einkum latínuskáld, og er sumt af því pr. (sjá Halvorsen: Norsk Forfatterlexikon), en sumt ópr. Í sendibréfum hans, sem varðveitt eru í Lbs. Tillögur eru frá honum í handritum um skólamál; virðist (með Sveini Pálssyni) hafa átt þátt í að semja ævisögu Jóns Eiríkssonar, Kh. 1828.
Kona 1 (1784): Anna Kristine Jacobsen (d. 1793).
Kona 2: Birgitta Margr. Willemann (d. 10. febr. 1827, 42 ára); þau áttu 2 sonu og 2 dætur (Tímar. bmf. III; Matthías Þórðarson: Ísl. listamenn II, Rv. 1925; HÞ.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.