Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson (lærði karl)

(– – 29. nóv. 1666)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Þorkelsson í Krossavík (bræðrungur Guðbrands byskups) og kona hans Þuríður Eiríksdóttir prests að Auðkúlu, Magnússonar. Lærði í Hólaskóla, fór utan 1605, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 23. dec. s.á. Var rektor að Hólum 1611–19, og var það eitt af kæruatriðum á Guðbrand byskup, að hann væri illa að sér og fengi einungis hluta af ákveðnum rektorslaunum; hefir einnig vígzt 1611 (til þess að geta gegnt prestsverkum að Hólum, er kirkjuprestur væri vant við kominn), hefir greitt 1614 sekt fyrir barneignarbrot (sakeyrisreikn. Hegranesþings 1614–15), en haldið samt sem áður starfi sínu. Hann fekk síðan (sumir telja 1619) Grímstungur, missti þar prestskap í árslok 1638 fyrir skírlífisbrot. Komst síðar í mál við síra Jón Pálsson (1648) og bar á hann, að blóð hefði verið í kaleik, er hann var til altaris.

Var síðast til heimilis í Viðvík, hjá systur sinni, og andaðist þar.

Kona talin: Guðrún Jónsdóttir að Geitaskarði, Egilssonar; þau bl. (Alþb. Ísl; JH. Skól.; Saga Ísl. V; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.