Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(um 1681–16. mars 1728)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Árnason að Rauðabergi í Hornafirði og kona hans Valgerður Eiríksdóttir, Stefánssonar. Lærði hjá síra Benedikt Jónssyni í Bjarnanesi, tekinn í Skálholtsskóla 1698, stúdent 1701, fekk Prestbakka í Hrútafirði 1706, vígðist seint á s.á., kom þangað 7. febr. 1707, fekk Eyvindarhóla 2. apr. 1708, missti þar prestskap um 1710 fyrir barneign (með Þórunni Vigfúsdóttur), vildi ekki taka aflausn í prestakalli sínu, en fekk hana 2. ág. 1711 hjá síra Jóni Sigmundssyni í Álptaveri, og leiddi þetta m.a. til málaferla síra Jóns og Jóns byskups Vídalíns.

Var síðan á hrakningi, komst til útlanda (líkl. 1711), var um hríð í Noregi og Danmörku, kom aftur til landsins með Raben stiftamtmanni 1720, var síðan hjá Fuhrmann amtmanni 2 ár, fekk loks uppreisn 4. júní 1725, varð kirkjuprestur í Skálholti í sept. 1726 og hélt því starfi til æviloka. Hann var bókamaður mikill, hagmæltur nokkuð (sjá Lbs., Ny kgl. Saml., British Mus.). Ókv. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.