Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(um 1667–25. dec. 1730)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Egilsson á Brúarlandi og f.k. hans Hallfríður Jónsdóttir að Stafnshóli, Þorsteinssonar. Lærði í Hólaskóla, hefir líkl. orðið stúdent um 1688–9. Fekk 30. apr. 1695 uppreisn fyrir barneignarbrot, hefir vígzt aðstoðarprestur föður síns líkl. 1697 (fremur en 1698), bjó að Hrauni í Unadal 1703, var settur prestur í 68 Hvammi í Laxárdal 1707, hefir * fengið það prestakall 1708 og hélt til æviloka.

Kona (1699). Herdís Bjarnadóttir (hjúskaparleyfi 22. apríl 1699, með því að hún hafði áður átt barn í lausaleik með öðrum manni); þau bl. (HÞ; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.