Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(5. júlí 1857 – 15. apr. 1943)

. Bóndi. Foreldrar: Ólafur (d. 29. jan. 1861, 31 árs) Ólafsson á Lundum í Stafholtstungum og kona hans Ragnhildur (d. 1903, 71 árs) Ólafsdóttir í Bakkakoti í Bæjarsveit, Sigurðssonar. Nam búfræði í Stend í Noregi og lauk þar prófi 1879; stundaði því næst framhaldsnám í landbúnaðarháskólanum í Kh.1883–84, en fekkst annars við leiðbeiningarstörf í búnaðarmálum á vegum amts og sýslna á Suðurlandi 1880–86. Bóndi í Lindarbæ í Holtum frá 1887 til æviloka. Var hreppstjóri í 26 ár og gegndi fleiri trúnaðarstörfum í sveit sinni. Stofnandi búnaðarfélags og formaður þess lengi.

Endurskoðandi Sláturfél. Suðurlands frá stofnun þess til æviloka. Kona (5. júní 1890): Margrét (d. 4. mars 1945, 77 ára) Þórðardóttir alþm. í Hala, Guðmundssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Ólafur hreppstjóri í Lindarbæ, Þórður bóndi sst., Ásgeir heildsali í Reykjavík, Ragnar hæstaréttarlögmaður (Br; ofl).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.