Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(27. okt. 1874. –7. okt. 1941)

.

Skipstjóri.

Foreldrar: Ólafur (f. 28. dec. 1827, d. 16.dec.1896) Ólafsson á Ketilsstöðum í Mýrdal og víðar og seinni kona hans Ragnhildur (f. 5. jan. 1837, d. 15. apr. 1916) Einarsdóttir á Fljótastöðum í Skaftártungu, Bjarnasonar. F. á Ketilsstöðum og ólst upp eystra, þar til hann 1893 réðst í vinnumennsku að Gauksstöðum í Garði, og stundaði þar sjómennsku m.a. Fluttist til Rv. 1897. Innritaðist í Stýrimannaskólann 1901, og lauk þaðan burtfararprófi 1903. Var síðan skipstjóri á þilskipum fram til 1913, að hann fór á togara; var um skeið stýrimaður, en sjóinn stundaði hann meðan heilsan leyfði. Kona 1 (11. nóv. 1899): Margrét (d. 14. jan. 1901, 38 ára) Einarsdóttir á Þverá á Síðu, Einarssonar; þau bl. Kona 2 (10. okt. 1903): Guðríður (f. 17. júní 1883, d. 15. dec. 1947) Pálsdóttir á Býjaskerjum á Miðnesi, Pálssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Sigurður Straumfjörð prentari í Rv., Margrét átti fyrr Arnór Jónsson úr Skagafirði, síðar Óskar V. Kristmundsson bifreiðarstjóra í Rv., Þórunn Ragnhildur átti Lúðvík Á. Nordgulen símaverkstjóra, Páll Þórir verkamaður í Rv., Óskar Kristinn vélstjóri sst. (Sjómaðurinn 1, 2; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.