Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(27. nóv. 1851–18. nóv. 1907)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Pálsson á Mel og kona hans Guðrún Ólafsdóttir dómsmálaritara í Viðey, Stephensens. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1866, hætti námi um hríð, en tók til aftur, stúdent 1876, með 2. einkunn (47 st.), próf úr prestaskóla, með 2. einkunn betri (37 st.).

Fekk Brjánslæk 22. nóv. 1878, vígðist 15. júní 1879, Garpsdal 14. febr. 1881 og 11. maí 1882 jafnframt Saurbæjarþing, fluttist síðan að Staðarhóli, síðar að Brunná, síðast að Hvoli. Fekk lausn frá prestskap 14. júní 1907, fluttist þá til Rv. og andaðist þar. Prófastur í Dalasýslu 1891–"7.

Kona (1894): Guðrún Birgitta Gísladóttir dbrm. að Lokinhömrum, Oddssonar, ekkja Jóns læknis K. K. Sigurðssonar í Húsavík.

Börn þeirra síra Ólafs: Guðrún, Gísli sjómaður, Þórunn, Ólafía María, 71 Jón Sigurður Karl Kristján kaupmaður í Kh., Ingibjörg, Oddur Eiríkur, Sigríður (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.