Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(24. sept. 1855–25. nóv. 1937)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur dbrm. og bæjarfulltrúi Ólafsson í Rv. og f. k. hans Ragnheiður Þorkelsdóttir í Norðurhjáleigu, Gíslasonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1871, stúdent 1877, með 1. einkunn (80 st.), próf úr prestaskóla 1880, með 1. einkunn (47 st.).

Stundaði kennslu næsta vetur.

Fekk Selvogsþing 20. ág. 1880, vígðist 22. s.m., Holtaþing 15. mars 1884, Arnarbæli 7. apr. 1893, fekk þar lausn frá prestskap 9. ág. 1902 frá fardögum 1903, vegna fótaveiki. Var ritstjóri „Fjallkonunnar“ 1902–A4, var fríkirkjuprestur í Rv. 1903–22 og jafnframt í Hafnarfirði 1913–30. R. af dbr. 8. sept. 1907, r. af fálk, 1. dec. 1928.

Var 2. þm. Rang. 1891, þm. A.Skaftf. 1901, 2. þm. Árn. 1903.

Kenndi mörgum undir skóla, talinn mælskumaður mikill. Ritstörf (auk blaðagreina): Ræða, Rv. 1885; Heimilislífið, Rv. 1889; Hvernig er farið með þarfasta þjóninn, Rv. 1891; Hvernig líður trúar- og kirkjulífinu á Íslandi, Rv. 1892; Olnbogabarnið, Rv. 1892; Verði ljós, Rv. 1892; Presturinn og sóknarbörnin, Rv. 1893; Ógæfan mikla, Rv. 1896; Hvað leggja prestarnir í guðskistuna, Rv. 1899; Meira ljós, Rv. 1899; Heilir af sjónum, Rv. 1906; Minningarræða, Ryss 1906; Kongebesöget paa Tingvold, Rv. 1907; 25 ára minningarhátíð Good-Templarareglunnar á Íslandi, Rv. 1909; Þrjár myndir af blaðsíðum þingsögunnar, Rv. 1918; Glíman við guð og menn, Rv. 1919; Húskveðja Guðm. skálds Guðmundssonar, Rv. 1919; Skilnaðarræða, Rv. 1922; Minningarrit á 25 ára afmæli fríkirkjusafnaðarins í Rv., Rv. 1924. Þýðingar: S. Smiles: Hjálpaðu þér sjálfur, Rv. 1892; P.H. Ritter: Foreldrar og börn, Rv. 1894; Sami: Fullorðinsárin, Rv. 1898; G.Bang: Þjóðmenningarsaga Norðurálfunnar, Rv. 1900. Auk þess greinir í ýmsum blöðum, ræða í útfm. Bergsteins Jónssonar, Rv. 1894, og í Minningarriti um Björn Jónsson, Rv. 1913.

Kona (7. sept. 1880): Guðríður (f. 21. nóv. 1853, d. 7. jan. 1940) Guðmundsdóttir prests Johnsens í Arnarbæli.

Af 2 sonum þeirra komst annar upp: Guðmundur hrmflm. í Rv. (Sunnanfari IX; Óðinn II og XVIII; Kirkjurit 1938; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.