Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(23. ágúst 1860–13. mars 1935)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur kaupmaður Jónsson í Hafnarfirði og kona hans Metta Kristín Ólafsdóttir hreppstjóra sst., Þorvaldssonar.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1875, hætti um stund námi, stúdent 1883, með 2. einkunn (83 st.), próf úr prestaskóla 1885, með 1. einkunn (43 st.).

Stundaði fyrst kennslu. Fekk 12 Lund 4. júní 1885, vígðist 6. s.m., Hjarðarholt 25. okt. 1901, lét þar af prestskap 1920. Prófastur í Dalasýslu 1906–20.

Hélt ungmennaskóla í Hjarðarholti nokkur síðustu ár sín þar.

Var bæði sýslunefndarmaður og póstafgreiðslumaður. Fluttist til Rv. 1920 og var þar til æviloka. Greinir eru eftir hann í ýmsum blöðum. R. af fálk.

Kona (11. sept. 1885): Ingibjörg (Í. 17. jan. 1855, d. 9. okt. 1929) Pálsdóttir prests Mathiesens í Arnarbæli.

Börn þeirra: Ásta átti Ólaf hreppstjóra Bjarnason í Brautarholti, Páll kaupmaður í Færeyjum, Jón (Foss) læknir, Kristín læknir átti Vilmund landlækni Jónsson, Guðrún Sigríður átti síra Björn Stefánsson að Auðkúlu (Óðinn 1923; Kirkjuritið 1935; Bjarmi, 29. árg.; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.