Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ólafsson

(20. júní 1831–12. nóv. 1911)

Bæjarfulltrúi, dbrm.

Foreldrar: Ólafur Sigurðsson á Ægisíðu í Holtum og kona hans Valgerður Erlendsdóttir að Litla Klofa, Jónssonar. Var ráðsmaður í Viðey 1854–62. Bjó síðan að Eiði í Mosfellssveit og var þar lengi hreppstjóri. Var í Rv. frá 1873 til æviloka. Stundaði allmjög smáskammtalækningar og smíðar nokkuð, var lengi í bæjarstjórn og niðurjöfnunarnefnd, hafði að síðustu eftirlaun úr bæjarsjóði.

Kona 1 (2. nóv. 1853): Ragnheiður (d. 7. sept. 1882) Þorkelsdóttir, Gíslasonar.

Börn þeirra: Síra Ólafur fríkirkjuprestur í Rv., Valgerður átti Þorstein járnsmið Tómasson í Rv., Ólafía átti síra Ófeig Vigfússon að Fellsmúla, Sigurþór trésmiður.

Kona 2 (1895): Guðrún Solveig Guðmundsdóttir að Hamri á Mýrum, Benjamínssonar.

Börn þeirra: Karl ljósmyndari í Rv., Ragnheiður Helga átti Jón kaupmann Guðmundsson í Borgarnesi.

Börn Ólafs, áður en hann kvæntist (með Finnbjörgu Finnsdóttur að Reynifelli, Finnbogasonar): Sigurður að Rauðalæk efra, Ólöf átti fyrr Svein Högnason í Klöpp á Miðnesi, síðar Gísla Gíslason á Syðra Velli í Flóa (Óðinn VII; Br7.; PZ. Víkingslækjarætt).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.