Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Ísleifsson
(17. janúar 1859 – 19. apr. 1943)
. Bóndi, læknir. Foreldrar: Ísleifur (d. 19. mars 1861, 44 ára) Ólafsson í Bartakoti og síðar í Hlíð í Selvogi og kona hans Elín (d. 16. jan. 1904, 83 ára) Magnúsdóttir á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, Guðmundssonar.
Sjálfmenntaður hér á landi og vestan hafs; dvaldist þar 1887 –93, lengst í Winnipeg, og lagði þá stund á lækningar.
Varð aðstoðarmaður héraðslæknis á Eyrarbakka eftir heimkomuna. Reisti nýbýlið Þjórsártún austan Þjórsár 1897 og bjó þar til æviloka. Veitt takmarkað lækningaleyfi 24. jan. 1912. Stundaði síðan lækningar og rak jafnframt verzlun og greiðasölu. Dbrm. 1907. Ritstörf: Luther Burbank og lífsstarf hans, Rv. 1915; Upp til fjalla, Rv. 1930; ýmsar greinar í blöðum, einkum í „Lögréttu“.
Kona (31. maí 1898): Guðríður (f. 24. apr. 1869) Eiríksdóttir á Minnivöllum á Landi. Börn þeirra, sem upp komust: Ingveldur, Huxley forstjóri í Keflavík, Eggert (Lækn. og rit, sem þar er vísað til; Br7.; Óðinn XKXII).
. Bóndi, læknir. Foreldrar: Ísleifur (d. 19. mars 1861, 44 ára) Ólafsson í Bartakoti og síðar í Hlíð í Selvogi og kona hans Elín (d. 16. jan. 1904, 83 ára) Magnúsdóttir á Eystra-Miðfelli á Hvalfjarðarströnd, Guðmundssonar.
Sjálfmenntaður hér á landi og vestan hafs; dvaldist þar 1887 –93, lengst í Winnipeg, og lagði þá stund á lækningar.
Varð aðstoðarmaður héraðslæknis á Eyrarbakka eftir heimkomuna. Reisti nýbýlið Þjórsártún austan Þjórsár 1897 og bjó þar til æviloka. Veitt takmarkað lækningaleyfi 24. jan. 1912. Stundaði síðan lækningar og rak jafnframt verzlun og greiðasölu. Dbrm. 1907. Ritstörf: Luther Burbank og lífsstarf hans, Rv. 1915; Upp til fjalla, Rv. 1930; ýmsar greinar í blöðum, einkum í „Lögréttu“.
Kona (31. maí 1898): Guðríður (f. 24. apr. 1869) Eiríksdóttir á Minnivöllum á Landi. Börn þeirra, sem upp komust: Ingveldur, Huxley forstjóri í Keflavík, Eggert (Lækn. og rit, sem þar er vísað til; Br7.; Óðinn XKXII).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.