Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Ásmundsson

(um 1651–1709)

Prestur.

Foreldrar: Ásmundur blindi að Hrafnabjörgum Ólafsson prests í Sauðanesi, Guðmundssonar, og kona hans Hróðný Eiríksdóttir í Bót, Magnússonar. Brynjólfur byskup lét hann njóta nafns, tók hann að sér og setti í Skálholtsskóla (líkl, 1669), hefir líkl. orðið stúdent 1674, var síðan í Skálholti, fór að Hólum 1677, fór utan 1679, lenti í hrakningum miklum, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 4. sept. 1680, varð attestatus í guðfræði 29. mars 1682, með lofsamlegum vitnisburði, fekk vonarbréf fyrir Kirkjubæ í Tungu 13. maí 1682, var síðan um hríð heyrari að Hólum, vígðist 6. okt. 1689 aðstoðarprestur síra Eiríks Ólafssonar í Kirkjubæ, en tók að fullu við staðnum næsta ár og hélt til æviloka.

Kona: Ingibjörg (í. um 1663) Björnsdóttir sýslumanns að Espihóli, Pálssonar.

Börn þeirra: Ragnheiður f. k. síra Brynjólfs Halldórssonar í Kirkjubæ, Björn eldri að Hrafnabjörgum, Björn yngri í Böðvarsdal (HÞ... SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.