Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Árnason, klaki

(1662–1719)

Sýslumaður.

Foreldrar: Árni í Haga Björnsson (á Laxamýri, Magnússonar) og kona hans Þóra (eða Bergþóra) Bergþórsdóttir lögréttumanns, Sæmundssonar. Er orðinn lögréttumaður 1690, lögsagnari í Vestmannaeyjum 1693, sýslumaður þar frá 1696 til æviloka.

Viðurnefnið ætla menn hann hafa fengið af því, að hann var hraustur maður og harðger. Bjó í Dölum í Vestmannaeyjum.

Kona: Emerentíana (f. um 1665) Pétursdóttir prests í Vestmannaeyjum, Gizurarsonar.

Börn þeirra: Vilborg, Björn, Valgerður átti Höskuld Eiríksson prests að Krossi, Þorsteinssonar. Launsonur Ólafs hefir heitið Arnór (BB. Sýsl.; Manntal 1703).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.