Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Árnason

(– – um 1603)

Prestur.

Foreldrar: Árni Pétursson í Stóra Dal í Eyjafirði og kona hans Þuríður Þorleifsdóttir sýslumanns á Möðruvöllum, Grímssonar. Virðist vera orðinn prestur 1556, hélt með vissu Höfða frá 1561–1603.

Kona: (ónafngreind) dóttir Jóns Skúlasonar í Jórvík.

Börn þeirra: Síra Hallur að Höfða; sumir telja og Helgu, sem átti Bjarna Kolbeinsson í Bárðardal (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.