Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Árnason

(um 1692– í ágúst 1725)

Heyrari.

Foreldrar: Síra Árni Þorvarðsson á Þingvöllum og kona hans Guðrún Þorkelsdóttir prests í Görðum á Álptanesi, Arngrímssonar. Ólst upp hjá síra Oddi Eyjólfssyni í Holti undir Eyjafjöllum og fluttist með ekkju hans (s.k.) norður að Óslandi, lærði í Hólaskóla, mun hafa orðið stúdent um 1710, var heyrari í Skálholti 1714–20, fór 1721 að Víðivöllum, fekk Bergsstaði 18. júní 1725, fluttist þangað um vorið og andaðist þar óvígður. Fekk gott orð, en þókti drykkfelldur til muna.

Kona (1724). Þuríður Einarsdóttir að Hraunum í Fljótum, Sigurðssonar; áttu 1 barn, sem andaðist skömmu á eftir föður sínum. Þuríður ekkja hans átti síðar Jón Bjarnason að Blöndudalshólum (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.