Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Árnason

(23. febr. 1863–2. júní 1915)

Kaupmaður.

Foreldrar: Árni dbrm. Jónsson að Þverá í Hallárdal og kona hans Svanlaug Björnsdóttir sst., Þorlákssonar. Gerðist ungur verzlunarmaður víða innanlands og í Kh. Setti upp Vverzlun á Stokkseyri 1894 og tók þá og við afgreiðslu Stokks€yrarfélags. Vann að ýmsum 29 umbótum á Stokkseyri. Stofnaði kaupfélag (Ingólf) 1907 og var síðan framkvæmdarstjóri þess. Mjög vel efnaður maður.

Kona: Margrét Friðriksdóttir póstafgreiðslumanns Möllers.

Þau slitu samvistir.

Börn þeirra: Árni cand. phil., skáld, Svanlaug átti Henrik lækni Thorarensen í Siglufirði, Ingólfur, Þórólfur lögfræðingur í Rv. (Óðinn XI).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.