Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Árnason

(1772–26. maí 1812)

Prestur.

Foreldrar: Síra Árni Sigurðsson síðast í Holti undir Eyjafjöllum og kona hans Kristín Jakobsdóttir að Búðum, Eiríkssonar. F. á Breiðabólstað á Skógarströnd.

Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1788, stúdent 31. maí 1792, með ágætum vitnisburði, var síðan hjá föður sínum, vígðist 25. maí 1797 aðstoðarprestur síra Odds Jónssonar í Sólheimaþingum og var það til æviloka, var fyrst í sambýli að Felli við síra Odd, fluttist að Brekkum 1798, en síðar að Rauðhálsi og andaðist þar. Gáfumaður og góður kennimaður.

Kona (9. júní 1797): Valgerður (f. um 1768, d. 26. ág. 1855) Þórðardóttir prests í Kálfholti, Sveinssonar.

Börn þeirra: Kristín átti fyrr síra Stefán Stefánsson að Felli í Mýrdal, síðar Ófeig Vigfússon að Fjalli á Skeiðum, Þórður hreppstjóri í Steinsholti; enn eru talin: Guðríður átti Jón járnsmið Jónsson, Helga átti Einar Engilbertsson, Þórarinn fór utan, d. bl. ValSerður ekkja hans varð síðar s.k. síra Stefáns Þorsteinssonar að Stóra Núpi (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.