Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Tómasson

(17. nóv. 1777 [9. okt. 1776, Vita] – 17. okt. 1834)

Prestur.

Foreldrar: Síra Tómas Skúlason á Grenjaðarstöðum og f.k. hans Álfheiður Einarsdóttir prests, Hálfdanarsonar. F. í Saurbæ í Eyjafirði. Lærði hjá föður sínum, tekinn í Hólaskóla 1793, stúdent 5. maí 1796, með góðum vitnisburði, var síðan hjá föður sínum, átti barn í lausaleik 7. jan. 1798, fekk uppreisn s. á., settist 1799 að búi að Stóru Giljá, en að Þingeyrum 1803, fekk Blöndudalshóla 29. apr. 1807, vígðist 3. maí s. á. og hélt til æviloka. Góður kennimaður og söngmaður, starfsmaður mikill, en breytinn í búnaðarháttum og sérvitur, ljúfmenni og vel látinn.

Kona (7. sept. 1799): Helga (d. 25. okt. 1834, um sextugt) Sveinsdóttir að Bægisá syðri, Halldórssonar (þau systkinabörn), ekkja Jóns Árnasonar að Stóru Giljá, og settist hann þar í gott bú, en efnin gengu allmjög til þurrðar í harðindunum um aldamótin.

Börn þeirra, sem upp komust: Álfheiður átti fyrr Sigurð Benediktsson á Keldulandi, síðar Jónas Guðmundsson í Keldudal, átti og laundóttur (Ingiríði móður Bertels stúdents og skálds Þorleifssonar) með Ólafi Tómassyni á Eyvindarstöðum, 88 Ragnhildur s. k. Jóns Jónssonar í Hafsstaðakoti, Sveinn að Balaskarði og Skrapatungu, Skúli, ókv., varð auðnulítill, Ólöf átti Björn Ólafsson á Sæunnarstöðum, Friðfinnur í Hafnarfirði, Lilja d. óg. og bl. 38 ára, Helga óg., var förukona, Stefán „fíni“ var flækingur, ókv. og bl. Laundóttir síra Ólafs (7. jan. 1798) með Arnfríði Sigurðardóttur á Þórustöðum í Kaupangssveit, Guðmundssonar: María átti systrung sinn Guðna Hallgrímsson að Ljósavatni (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.