Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Tómasson

(16. og 17. öld)

Prestur,

Foreldrar: Tómas Guðmundsson og Ólöf Ólafsdóttir, Grímssonar. Er orðinn prestur 1564, fekk Miklagarð 1569, varð ráðsmaður staðarbúsins þar 1572, fekk Háls í Fnjóskadal 1577 og hélt til æviloka, og telja sumir hann hafa andazt 1628, og með vissu er hann d. fyrir 1631.

Börn hans: Síra Gamalíel á Stað í Kinn, síra Egill í Hofsþingum(?), síra Tómas að Hálsi í Fnjóskadal, Þorvaldur, Helga átti Bjarna Kolbeinsson(?) (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.