Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Thorlacius (Þórðarson)

(1762–1815)

Kaupmaður á Bíldudal.

Foreldrar: Þórður Sighvatsson að Hlíðarhúsum í Rv. og kona hans Ingiríður Ólafsdóttir prests Thorlaciuss í Stóra Dal. Gerðist auðmaður mikill og naut virðinga, varð r. af dbr.

Kona: Guðrún Oddsdóttir lögréttumanns Hjaltalíns að Reyðará. Synir þeirra, sem upp komust: Árni kaupm. í Stykkishólmi, Ólafur í Fagradal innra. Guðrún ekkja Ólafs átti síðar Þorleif ríka Jónsson á Bíldudal (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.