Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Thorlacius (Ólafsson)

(25. apríl 1851–22. ág. 1920)

Bóndi.

Foreldrar: Ólafur Thorlacius í Dufansdal og kona hans Steinunn Ólafsdóttir prests í Otradal, Pálssonar. Bjó í Bæ á Rauðasandi (frá 1885). Atorkuog framfaramaður. Gerði jarðabætur miklar, setti upp steinsteypuhús og varð fyrstur manna þar um slóðir til að fá sér sláttu- og rakstrarvél. Vel metinn og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum.

Kona (11. okt. 1878): Halldóra (f. 9. dec. 1855, d. 26. mars 1920) Aradóttir í Bæ, Finnssonar.

Börn þeirra: Guðrún Ragnheiður óg. í Rv., Ólafur póstafgreiðslumaður í Patreksfirði, Finnur trésmiður í Rv., Ari lögg. endurskoðandi í - Ry., Steinunn átti Egil búfr. Egilsson í Tungu í Örlygshöfn, Gísli búfr. í Bæ á Rauðasandi (Óðinn XX).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.