Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Thorlacius (Jónsson)

(um 1701–1752)

Prestur.

Launsonur Jóns Thorlaciuss sýslumanns Jónssonar í Berufirði og Valgerðar Oddsdóttur á Fitjum, Eiríkssonar. Ólst upp í Odda hjá síra Bjarna Hallgrímssyni, ömmubróður sínum.

Tekinn í Skálholtsskóla 1716, stúdent 1722, var a.m.k. 1727–S8 í þjónustu Hákonar sýslumanns Hannessonar, fekk 12. apríl 1728 Stóra Dal, vígðist 18. s. m., lét þar af prestskap vegna heilsuleysis, mun hafa flutzt frá Miðmörk að Murnavelli og andazt þar. Í skýrslum Harboes er hann talinn heldur daufur, en mjög guðrækinn.

Kona: Þrúður (d. á Murnavelli 1754) Erlendsdóttir, Gíslasonar.

Börn þeirra: Ingiríður átti launbarn með Guðmundi Ögmundssyni í Mörk, giftist síðan Þórði Sighvatssyni að Hlíðarhúsum í Reykjavík, Erlendur, Bjarni fór utan og kom eigi aftur, Guðríður, Þórdís átti Jón hafnsögumann í Landakoti á Seltjarnarnesi ((HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.