Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Thorberg (Hjaltason)

(19. dec. 1792 [22. dec. 1796, Bessastsk. og Vita] – 14. sept. 1873)

Prestur.

Foreldrar: Síra Hjalti Þorbergsson á Kirkjubóli í Langadal og kona hans Guðrún Ólafsdóttir prests á Álptamýri, Einarssonar. F. á Stað í Grunnavík, Tekinn í Bessastaðaskóla 1816, stúdent 1822, með vitnisburði í betra meðallagi. Var síðan 1 ár hjá Bjarna Thorarensen, þá 2 ár hjá síra Markúsi Magnússyni í Görðum, fekk Hvanneyri 27. okt. 1825, vígðist 20. nóv. s. á., fluttist þangað vorið 1826, fekk Stað í Steingrímsfirði 13. júní 1837, en fekk leyfi til að vera kyrr, fekk Helgafell 17. júlí 1844, fluttist þangað vorið 1845, fekk Breiðabólstað í Vesturhópi 9. nóv. 1859, fluttist þangað vorið 1860, lét þar af prestskap 1867 frá fardögum 1868, fluttist þá að Gunnsteinsstöðum, þá að Vesturhópshólum, síðast að Breiðabólstað í Vatnsdal og andaðist þar. Hann var mjög vel látinn, skyldurækinn og reglubundinn.

Kona (1. maí 1825): Guðfinna (f. 1793, d. 31. mars 1866) Bergsdóttir timburmanns Sigurðssonar, fósturdóttir síra Markúsar í Görðum.

Hún hafði (1. júní 1816) átt tvíbura með Stefáni stúdent Hanssyni, síðar presti í Fljótshlíðarþingum (er hún taldi sig trúlofaða), og hefir þá Ólafur fengið leyfi til að ganga að eiga hana.

Börn þeirra, sem upp komust: Hjalti í Ytri Ey, síðast Vesturhópshólum (d. 1871), Bergur landshöfðingi, María átti Jóhann Lárus Snorrason síðast að Hurðarbaki í Vesturhópi, Ólöf d. 1906, óg. og bl., Svanhildur d. 1903, óg. og bl., Kristín átti Einar smið Hálfdanarson í Hvítanesi í Ögursveit (Bessastsk.; Vitæ ord. 1825; HÞ.. SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.