Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Teitsson
(17. okt. 1810 – 19. ág. 1892)
. Bóndi. Foreldrar: Teitur (d. 23. febr. 1819, 42 ára) Ólafsson á Kinnarstöðum í Reykhólasveit og kona hans Karítas (d. 16. júní 1862, 715 ára) Þorgilsdóttir í Bæ í Súgandafirði, Erlingssonar. Fór ungur í vistir út í Breiðafjarðareyjar og gerðist góður smiður og eftir því að burðum og karlmennsku. Hóf búskap í Sviðnum 1838 og bjó þar til æviloka. Gerði miklar umbætur á jörð sinni um ræktun, húsakost og önnur mannvirki. Var fróðleiksmaður og átti gott safn íslenzkra bóka. Kona (10. dec. 1838): Björg (d. 12. mars 1899, 84 ára) Eyjólfsdóttir alþm. í Svefneyjum, Einarssonar. Af 14 börnum þeirra komust til aldurs: Bergsveinn í Sviðnum og Bjarneyjum, Guðrún dó Óóg., Sigríður s. k. Einars Thoroddsens í Vatnsdal á Rauðasandi, Halldóra átti Einar Magnússon á Lambavatni, Kristín átti Pétur Pétursson á Hríshóli, Jóhanna átti Gísla Kristjánsson í Skógarnesi í Miklaholtshreppi, Teitur var í Borgarnesi og síðast á Seyðisfirði, Eyjólfur í Sviðnum, Þorbjörg átti Magnús gestgjafa í Flatey Magnússon (prests Hákonarsonar). Laundóttir Ólafs (með Guðríði Einarsdóttur): Þorbjörg átti Andrés Jóhannesson á Blámýrum í Ögursveit (Rauðskinna III; kirkjubækur; PG. Ann. (111.b.), en þar er dánarár hans ranglega talið 1872).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.