Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sívertsen

(25. maí 1790 [1. júní 1791, Vita] – 27. maí 1860)

Prestur.

Foreldrar: Sigurður Sigurðsson að Núpi í Haukadal og víðar og kona hans Katrín Þorvaldsdóttir að Dröngum á Skógarströnd, Jónssonar. Lærði fyrst í vetur hjá síra Jónatan Sigurðssyni á Stað í Hrútafirði, síðan 2 vetur hjá síra Páli Hjálmarssyni á Stað á Reykjanesi og hlaut stúdentsréttindi frá honum 19. maí 1816, gekk síðan í þjónustu Guðmundar kaupmanns Schevings í Flatey, en eftir það í þjónustu Eiríks kaupm. Kúlds sst., setti vorið 1821 bú á 10 hundr. í Flatey og jók býli sitt smám saman, svo að það varð rúml. % eyin, fekk Flatey 26. júlí 1823, vígðist 30. s. m., sagði af sér prestskap þar vorið, sem hann andaðist og einnig prófastsembætti í Barðastrandarsýslu, sem hann hafði gegnt frá 15. ágúst 1840. Hann stofnaði framfarafélag Flateyjar á giftingardegi sínum, 6. okt. 1820, var í stjórn lestrarfélags Barðastrandarsýslu frá 1827, alþm. Barðstrendinga 1853–", endurkosinn 1859, en tók ekki við, fekk verðlaunabikar frá landbúnaðarfélagi Dana 15. dec. 1838, og er sá bikar varðveittur í þjóðminjasafninu. Ólafur prófastur varð fél. hins ísl. biblíufélags 1844, r. af dbr. 1. jan. 1859. Hann var fyrir flestum öðrum prestum um sína daga í flestum greinum, vel að sér, kennimaður góður, búhöldur ágætur, áhugamaður hinn mesti um öll framfaramál og þjóðmál, skáldmæltur (sjá Lbs.), en pr. er eftir hann í Skírni 2 kvæði, í viðbæti messusöngsbókar 1 sálmur og í ritum smáritafélagsins 1 sálmur. Hann var aðalmaðurinn í stjórn ársritsins „Gests Vestfirðings“ og á þar nokkurar ritgerðir. Hann var og heppinn læknir.

Kona (6. okt. 1820): Jóhanna Friðrika (f. 31. maí 1798, d. 23. ág. 1865) Eyjólfsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Kolbeinssonar, hin mikilhæfasta kona.

Börn þeirra: Síra Eiríkur Kúld í Stykkishólmi, Katrín átti síra Guðmund Einarsson á Breiðabólstað á Skógarströnd (Vitæ ord. 1823; Útfm., Rv. 1862; SGrBf.; HÞ.). 80 Ólafur Snóksdalín (27. dec. 1761–4. apríl 1843). Ættfræðingur.

Foreldrar: Guðmundur Pálsson í Snóksdal og kona hans Þorbjörg Hannesdóttir lögréttumanns í Snóksdal, Þórðarsonar.

Var ungur mjög hneigður til stærðfræði og stjarnfræði. Fór til Kh. 1784, lagði stund á garðog jarðyrkju. Kom heim 1787 og var verzlm. í Ísafirði 1787–93. Bjó þá 5 ár í Snóksdal, 7 ár að Dröngum, 2 ár á Narfeyri. Varð 1804 verzlunarumboðsmaður Jóns Kolbeinssonar í Stykkishólmi og veræzlunarstjóri hans í Straumfirði 1811–20. Bjó síðan að Miðhúsum, en fluttist til sonar síns 1823 að Borg á Mýrum og að Ánabrekku 1837 og andaðist þar.

Hefir samið ættbók mikla, og eru mörg ehdr. af henni í Lbs.

Pr. eru fáeinar ættartölur einstakra manna. Í Lbs. er og eftir hann Calendarium perpetuum. Var orðlagður iðjumaður og búhöldur.

Kona (1790): Steinvör (d. 1834) Þorbergsdóttir prests á Eyri í Skutulsfirði, Einarssonar, ekkja Magnúsar verzlm. á Eyrarbakka, Einarssonar.

Börn þeirra Ólafs: Magnús Ólafur, Guðmundur að Ánabrekku, Þorbergur (Gestur Vestfirðingur, 5. árg.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.