Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Ólafur Sveinsson

(um 1762–26. júlí 1845)

Bóndi í Purkey.

For.: Sveinn Magnússon í Purkey og k.h. Ragnheiður Pálsdóttir í Fagurey, Gunnarssonar, Safnaði mjög álfasögum og svipuðum frásögnum, sem vitni má sjá í þess háttar ritum, prentuðum og óprentuðum.

Kona: Hólmfríður Ólafsdóttir í Arney, Jónssonar.

Börn þeirra: Ólafur smiður í Viðey (dó bl. í Keflavík 9.okt.1834), Hólmfríður átti Pál verzlm. í Keflavík Ólafsson (lögsagnara í Hjarðardal, Erlendssonar), Magnús bl., Guðrún, Ingveldur átti Benedikt Sigurðsson úr Geitareyjum (ÓSn.; BB. Sýsl.; Ann. bmf. 11).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.