Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Ólafur Sveinsson
(27. okt. 1849–9. apr. 1915)
Gullsmiður.
Foreldrar: Sveinn Ísleifsson í Ytri Skógum (Jónssonar) og s.k. hans Steinunn Erlendsdóttir í Stöðlakoti í Fljótshlíð, Ólafssonar. Tók að nema gullsmíðar í Rv. 1873 og setti þar upp, að loknu námi, sjálfstæða vinnustofu 1878, hafði til æviloka og hafði og skartgripaveræzlun. Talinn einna hagastur gullsmiður í þjóðlegum stýl.
Var efnamaður.
Kona (1881): Þorbjörg Jónsdóttir prests á Stað í Aðalvík, Eyjólfssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Georg bankastjóri í Rv., Ásta átti Magnús gullsmið Erlendsson í Rv., Eufemía átti Guðjón húsameistara Samúelsson, Bogi gullsmiður, Þorkell (Sunnanfari XIII; Br7.; BB. Sýsl.; o. fl.).
Gullsmiður.
Foreldrar: Sveinn Ísleifsson í Ytri Skógum (Jónssonar) og s.k. hans Steinunn Erlendsdóttir í Stöðlakoti í Fljótshlíð, Ólafssonar. Tók að nema gullsmíðar í Rv. 1873 og setti þar upp, að loknu námi, sjálfstæða vinnustofu 1878, hafði til æviloka og hafði og skartgripaveræzlun. Talinn einna hagastur gullsmiður í þjóðlegum stýl.
Var efnamaður.
Kona (1881): Þorbjörg Jónsdóttir prests á Stað í Aðalvík, Eyjólfssonar.
Börn þeirra, sem upp komust: Georg bankastjóri í Rv., Ásta átti Magnús gullsmið Erlendsson í Rv., Eufemía átti Guðjón húsameistara Samúelsson, Bogi gullsmiður, Þorkell (Sunnanfari XIII; Br7.; BB. Sýsl.; o. fl.).
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.